Brúin yfir Skjálfandafljót við Goðafoss á Hringvegi 1 á norðausturlandi 

Á faraldsfæti

Mesti ferðahelgi á Íslandi, er Verslunnarmannahelgin, fyrsta helgin í ágúst. Mánudagurinn er almennur frídagur og hefur verið það í meira en hálfa öld. Fyrst var haldið upp á frídag verslunarmanna í Reykjavík 13. september 1894, en allir kaupmenn stærri verslana í Reykjavík buðust til að gefa starfsmönnum sérstakan frídag til að skemmta sér. Hefur dagurinn verið haldið hátíðlegur síðan, og fyrir 91 ári, árið 1931 hefur dagurinn verið haldið hátíðlegur fyrsta mánudag í ágúst. Hátíðarhöld eru um allt land, og stærst er þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en á annan tug þúsund leggja leið sína út i eyjar til að skemmta sér og hlusta á stærstu hljómsveitir landsins skemmta fólki í þrjá daga. Eins er Neistaflug á Neskaupsstað mjög stór hátíð, eins og Ein með öllu á Akureyri og Síldarævintýrið á Siglufirði. Mýrarboltinn í Bolungarvík er líka vinsæl hátið, en fellur niður í ár vegna leti aðstandenda að eigin sögn. Síðan er það Innipúkinn í Reykjavík, fyrir þá fáu sem leggja ekki land undir fót um Verslunarmannahelgina. Veðrið um komandi helgi er ekki upp á marga fiska, það verður kalt fyrir norðan og á hálendinu, þar gæti jafnvel snjóað í fjöll, sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Helst er von á sól á sunnanverðu landinu, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, en köldu veðri með strekkings vindi.

Á Hringvegi 1 í Fáskrúðsfirði á austur á fjörðum
Holtavörðuheiðinn er milli Borgarfjarðar á vesturlandi og Hrútafjarðar á norðurlandi. Hringvegur 1 liggur yfir heiðina og tengir saman landshlutana, vesturland, Vestfirði og norðurland.

Ísland : A7R III, RX1R II : 2.8/21mm Z, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0