Upptök Hvítár í Hvítárvatni undir Langjökli

Hvít á

Hvítá í Árnessýslu (á suðurlandi) er þriðja lengsta á landsins, 185 km löng frá upptökum í Hvítárvatni undir Langjökli og Kerlingafjöllum við Hofsjökul, til árósa í Ölfusá rétt vestan við Eyrarbakka. Það er er engin á eða spræna á landinu sem fleiri heimsækja en einmitt Hvítá, hún er hluti af gullna þríhyrningnum, Þingvöllum, Geysi og Gullfossi sem er höfuðprýði Hvítár. Þjórsá er lengst, kemur upp norður á Sprengisandi, og dregur vatn sitt frá bæði Vatnajökli og Hofsjökli eins og Hvítá. Árósar Þjórsár eru 25 km austar en Ölfusá,  vestan við Þykkvabæinn. Jökulsá á Fjöllum er næst lengst, hún kemur fram undan norðanverðum Vatnajökli og Kverkfjöllum sem kyssa jökulinn, og rennur síðan norður eftir hálendinu út í Öxarfjörð. Í Jökulsá á Fjöllum er auðvitað Dettifoss, kraftmesti foss álfunnar. Síðan er það stóra spurningin, hver er fallegri, meiri upplifun að sjá og skoða, Dettifoss eða Gullfoss. Eigum við ekki bara að sættast á stórmeistara jafntefli eins og í skák.

 

Brúarárfoss, í Brúará ein af mörgum ám sem renna í Hvítá.

 

Hinn eini sanni Gullfoss

 

Ein af þremur (5 ef Ölfusá er talin með) brúm yfir Hvítá, þessi er við Laugarás, rétt austan við Skálholt.

 

Árnessýsla 2021/2022 : A7RIV, A7R III, FE 1.2/50mm GM / FE 1.4/85mm GM / FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0