Hjólreiðamaður að hjóla heim að Bessastöðum, heimili Forseta Íslands

Álftanes, bæði með sögu, fegurð og forsetavald

Á Álftanesi, búa um 1% af íbúum höfuðborgarsvæðisin, rúmlega 2500 manns, en þar liggur 100% af forsetavaldinu, því forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson býr auðvitað á Bessastöðum á Álftanesi. Alþingi Íslendingi situr örlítíðið norðar á öðru nesi líka við Skerjafjörð. Í gegnum aldirnar hefur Álftanes nú hluti af Garðabæ verið menningar- mennta- og höfðingjasetur Íslands. Á Þjóðveldisöld bjó á Bessastöðum höfðinging og höfuðskáldið Snorri Sturluson, og frá seinni hluta miðalda sátu í konungsgarði Bessastaða æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við sjálfstæði árið 1944, verða auðvitað Bessastaðir á Álftanesi embættisbústaður Forseta Íslands. Icelandic Times / Land & Saga fór í vettvangskönnun að mynda og upplifa þetta fallega nes í miðju höfuðborgarsvæðinu. Þar sem sem náttúran fær heldur betur að njóta sín með fallegum fjörum og stórum friðlýstum svæðum fyrir fugla, menn og jafnvel mýs. Og auðvitað forsetan. 

Náttúran er svo nálægt á Álftanesi
Eiit augnablik þar sem sagður var ostur á engilsaxnesku á vesturströnd Álftanes
Steinsnar er yfir á Seltjarnarnes, þar sem höfuðborgin er
Skemmtilegt öðruvísi hótel á Álftanesi

Reykjavík 12/11/2022 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0