Á Álftanesi, búa um 1% af íbúum höfuðborgarsvæðisin, rúmlega 2500 manns, en þar liggur 100% af forsetavaldinu, því forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson býr auðvitað á Bessastöðum á Álftanesi. Alþingi Íslendingi situr örlítíðið norðar á öðru nesi líka við Skerjafjörð. Í gegnum aldirnar hefur Álftanes nú hluti af Garðabæ verið menningar- mennta- og höfðingjasetur Íslands. Á Þjóðveldisöld bjó á Bessastöðum höfðinging og höfuðskáldið Snorri Sturluson, og frá seinni hluta miðalda sátu í konungsgarði Bessastaða æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við sjálfstæði árið 1944, verða auðvitað Bessastaðir á Álftanesi embættisbústaður Forseta Íslands. Icelandic Times / Land & Saga fór í vettvangskönnun að mynda og upplifa þetta fallega nes í miðju höfuðborgarsvæðinu. Þar sem sem náttúran fær heldur betur að njóta sín með fallegum fjörum og stórum friðlýstum svæðum fyrir fugla, menn og jafnvel mýs. Og auðvitað forsetan.
Reykjavík 12/11/2022 : A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson