Norður-Amerískur lögreglumaður í Kringlunni

Öskudagurinn

Þótt Ísland snerist úr Katólskri trú í Lútherska árið 1550, fyrir næstum 500 árum, hefur öskudagurinn lifað af hér sem hátíðisdagur. Hann er fyrst og fremst hátíðisdagur barna, þar sem þau klæða sig upp í búninga, syngja söngva í fyrirtækjum og verslunum og fá sælgæti að launum. Í ár mættu á fjórða þúsund barna í verslunarmiðstöð Kringlunnar, til að syngja, slá köttinnn úr tunnunni, sem er danskur siður sem kom fyrst til Akureyrar og síðan suður til Reykjavíkur. Tunnan, sem er nú reyndar kassi, fullur af sælgæti, fékk nokkur ágæt högg áður en hann brast, við mikin fögnuð.  Auðvitað mætti Icelandic Times / Land & Saga í Kringluna til að upplifa stemninguna. 

Þessi var frá Mexíkó
Dýr frá öllum heimshornum
Himneskur engill
Íslenskir í húð og hár
Að slá köttinn….
Litrík öskudagsbörn í Kringlunni
…úr tununni

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
22/02/2023 : A7R III, A7RIV : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0