Ferðamenn, Reynisfjöru, Vestur-Skaftafellssýslu

Kaldur vetur, hlýir páskar

Veturinn í vetur er sá kaldasti á öldinni. Meðalhitinn í Reykjavík í kaldasta mánuðinum, desember var rétt um -4°C / 24°F. Kaldara var í Reykjavík veturinn 1994 – 1995. Páskarnir sem eru framundan er ein mesta ferðahelgi ársins. Fyrir ferðafólk er best að fara norður í land, eða á norðanverða Austfirði, þar verður þurrt og hlýtt. Jafnvel of hlýtt, en spáð er tveggja stafa tölum í plús á helstu skíðasvæðum landsins fyrir norðan um páskana. Það lofar ekki góðu, snjónum sem hefur kyngt niður undanfarna daga, verður blautur, eða bara hverfur úr sumum brekkunum. Á suður og vesturlandi verður leiðindaveður um páskana, hlýtt en hávaða rok og mikil úrkoma.  

Áður að lagt er á stað í langferð, er gott að afla sér upplýsinga um veður og færð, á umferdin.is, vef Vegagerðarinnar, og vedur.is, vef Veðurstofu Íslands, báðir vefirnir eru bæði á íslensku og ensku. Hér koma nokkrar myndir, minningarbrot frá hörðum vetri. 

Grár dagur (þetta er litmynd) Reynisfjara, Vestur-Skaftafellssýslu

 

Mikið hefur verið um lokanir á þjóðvegum landsins, vegna ófærðar
Íbúðarhús á Ólafsfirði, snjógöng að útidyrahurðinni
Aðalgatan á Siglufirði
Skíðakappi við Dynjanda, í Vestur-Ísafjarðarsýslu

Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson
Ísland 03/04/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 1.4/135mm GM,FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0