Í Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patreksfjörð við samnefndan fjörð og Bíldudal í Arnarfirði búa nú um 1200 manns. Þeim hefur fjölgað um 20% á síðustu fimm árum. Allt að þakka laxeldi og ferðaþjónustu. Frá Reykjavík og vestur, í vestustu byggð Evrópu (ef Azoreyjar eru undanskildar) er um sex tíma akstur. Leiðin er falleg, og Vesturbyggð er ein af fallegustu sveitarfélögum á Íslandi. Ekki bara er náttúrufarið fallegt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, er Bíldudalur við Arnarfjörð með flesta logndaga í lýðveldinu, alltaf gott veður. Sveitarfélagið er fámennt en stórt, 1.336 km², enda í fámenninu er mikið um skrímsli sem fá frið fyrir mannfólkinu í Arnarfirði. Á Bíldudal er einmitt safn fyrir þessar verur, Skrímslasetrið í Bíldudal.





Reykjavík 06/04/2023 : A7R IV, : FE 1.2/50mm GM.
Ljósmyndir og Texti: Páll Stefánsson