Skíðaskálinn í Hveradölum, rétt þar sem hitinn er undan veginum

Heitur hringvegurinn

Hringvegurinn, Þjóðvegur 1, sem liggur umhverfis Ísland er 1321 km langur. Hálfnaður á Egilsstöðum fyrir austan og þar í dag mældist í fyrsta skipti á árinu á Íslandi hiti sem náði yfir tuttugu gráðum (69°F). Því miður var Icelandic Times / Land & Saga ekki þar í dag. Veðurspáin segir að það verður hlýtt áfram fyrir norðan og austan, frá Akureyri að Höfn í Hornafirði næstu vikuna. Fyrir fimm dögum, var allt ófært vegna snjókomu á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Bílar festust og fuku út af veginum, sannkallað vetrarveður. Í Reykjavík og á sunnan og vestanverðu landinu verður næstu daga… rok og rigning. 

Á hringveginum, 35 km / 22 mi austan við Reykjavík, er vegurinn í brekkunni við Skíðaskálann í Hveradölum að hitna umtalsvert. Icelandic Times / Land & Saga aftur á móti á Hellisheiðinni. Vegkanturinn er orðin 100°C / 212°F heitur á stuttum kafla. Hringvegurinn sjálfur er orðinn volgur, það eru einhver umbrot undir veginum. En Vegagerðin undirstrikar að engin hætta sé á ferðum, þeir fylgjast vel með, enda fara þarna um þúsundir ökutækja á hverjum sólarhring. Ísland er heitt land, eins og hringvegurinn nú, steinsnar frá höfuðborginni.

Hveradalsbrekkan, sjá má gufu hita til hægri við veginn
Vegfarendur hafa ekki hugmynd um að vegkanturinn er 100°C stiga heitur. Í forgrunni Svínahraun sem kom upp árið þúsund
Ástandið á Fjarðarheiði við Egilsstaði fyrir fimm dögum ( mynd : Landsbjörg)

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 19/05/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100 mm GM, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0