Sápukúlur eltar af Kára Pálssyni

Sérstakt sumar

Síðastliðin júlímánuður var óvenjulegur. Síðan samfelldar veðurmælingar hófust á Íslandi í Stykkishólmi á Snæfellsnesi árið 1857, hefur aðeins einu sinni mælst minni úrkoma þar, það var árið 1939. Í ár rigndi einungis 4.7mm í öllum mánuðinum. Júlímánuður var óvenju þurr frá Snæfellsnesi í vestri og suður og austur að Höfn í Hornafirði. En meðalhitinn var svipaður og undanfarin 30 ár.

Sólskinsstundir í Reykjavík voru 307 klukkutímar, 123 klukkustundum fleiri en í meðalári. Einungis einu sinni hafa mælst fleiri sólskinsstundir í höfuðborginni, það var fyrir 84 árum síðan. Afturámóti var kalt og úrkomusamt á norðaustur og austurlandi. Verslunarmannahelgin, þessi mesta ferðahelgi ársins, var ágæt um allt land. Hæglætisveður, og umferðin gekk vel. Svo vel, að lögreglan hrósaði ökumönnum fyrir góðan akstur.

Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Kjós í Hvalfirði til að njóta helgarinnar með fjölskyldu og vinum, eins og svo margir íslendingar. Hér koma nokkur minningabrot af venjulegu fólki, njóta íslenska sumarsins, eins og það er best. Fimmtán gráður á celsíus, sól og rigning á köflum. Ekta íslenskt sumar.

Kjós
Sumargrænt á bökkum Meðalfellsvatns í Kjós
Meðalfellsvatn
Álfrún Ylfa við sumarbrennu við Meðalfellsvatn
Meðalfellsvatn
Á Meðalfellsvatni
Reykjavíkurtjörn
Reykjavíkurtjörn í logni í kvöld
Íslendingar eru í fararbroddi á heimsvísu með bifreiðar sem ganga fyrir hreinni orku, aðeins norðmenn eiga fleiri rafmagnsbíla sem hlutfall af bílaflotanum
Umferðin gekk vel um Verslunarmannahelgina
Kári Pálsson á góðum degi í Kjósinni

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík  08/08/2023 : RX1R II, A7C : 2.0/35mm Z, FE 1.4/24mm GM