Vel gert

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Ísland öruggasta land í heimi þegar kemur að umferð. Hér eru minnstar líkur í heiminum að deyja í umferðinni, þrátt fyrir að vegakerfið okkar sé ekki burgðugra en það er. Með löngum malarköflum, einbreiðum brúm, og blindhæðum sem skjóta upp kollinum allan hringin í kringum Ísland. Og síðan vetrarfærðin, með hálku, snjóblindu og myrkri. Ekki má heldur gleyma öllum þeim ferðamönnum sem leigja sér bíla, til að ferðast um landið, allan ársins hring. Þrátt fyrir þetta, eru dauðsföllin í umferðinni á ári, einungis 2.05 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstur kemur Noregur með 2.12 og Sviss með 2.25. Í fjórða sæti er Írland með 3.13 á hverja 100 þúsund íbúa, meðan Svíar eru með 3.14 dauðsföll. Hættulegasta landið, þar sem flest dauðsföll eru, er Sádí Arabía, með 35.94 dauðsföll á hverja 100.000 íbúa, nær tuttugu sinnum meira en á Íslandi. Tæland er í öðru sæti með 32.21, og Malasía í þriðja sæti með 22.48 dauðsföll í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa. Besta vegakerfi í heimi er það Hollenska, meðan Argentína státar af vegakerfi sem er talið beinlínis hættulegt, það versta í heimi, og þá sérstaklega upp í Andesfjöllunum og suður í Patagóníu.

Bíll á leið yfir Mjóafjarðarheiði, veg 953
Vetrarfærð á vegi 805
Vetrarfærð á vegi 805
Beinn og breiður Hringvegur 1, í Leirársveit í Borgarfirði
Miklabraut í Reykjavík, vegur 49
Vegur 622, Arnarfirði, en á þessum kafla er aðeins fært á fjöru

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík  11/08/2023 : A7R IV, A7R III : FE 200-600mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24 GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0