Hornstrandir nyrsti hluti Vestfjarða, og er eina stóra landsvæði Íslands sem enn þann dag í dag hefur farið í eyði. Það gerðist fyrir rúmum sjötíu árum. Hornstrandir eru næst Grænlandi, það eru bara 280 km, þaðan yfir Grænlandssund til Grænlands. Hornstrandir voru gerðar að friðlandi árið 1975. Hornstrandir hefur (lang) lægstan árs meðalhita á landinu, en á miðöldum og í Móðuharðindunum, var þetta eina landsvæði landsins þar sem engin svalt. Alltaf til nægur matur. Það gerðu fuglabjörgin, en tvö af stærri fuglabjörgum norðuheims, Hælavíkurbjarg og Hornbjarg drógu björg í bú, ásamt sjósókn, en mikil og góð fiskimið eru rétt fyrir utan. Þegar nútíminn kemur til Íslands um og uppúr 1900, fjölgar fólki á Hornströndum, verður á annað þúsund 1920, rúmlega tuttugu árum seinna, eru allir farnir. Ekki enn á nyrsta annesi landsins, Melrakkasléttu, þar er enn lífsmark.
Allar myndirnar eru af Hornbjargi, frá mismunandi sjónarhornum, bjargið sem svæðið er kennt við. Plús einn yrðlingur á hlaupum, eina ferfætla dýrategundin sem á fasta búsetu árið um kring.