TripCreator er sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu sem er óðum að hasla sér völl við góðan orðstír. Fyrirtækið hefur hannað einstakan ferðasmið á netinu þar sem ferðamenn geta fengið sérsniðnar Íslandsferðir á nokkrum sekúndum. Fólk nýtir netið í síauknum mæli til að skipuleggja ferðalög og TripCreator gerir því kleift að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar á einum stað, setja saman draumaferðina og ganga frá kaupum. TripCreator opnar nýjar gáttir milli ferðamanna og ferðaþjónustuaðila.
,,Við stærum okkur af því að vera með allar þær upplýsingar sem notandinn þarf til að skipuleggja ferð til Íslands og ferðasmiðurinn, kerfið okkar, er einstakt.“ -Lella Erludóttir hjá TripCreator.
TripCreator er nýjung á heimsmælikvarða sem gjörbyltir því hvernig ferðamenn skipuleggja ferðalög sín. Lella Erludóttir starfar hjá fyrirtækinu og að hennar sögn setur ferðasmiðurinn saman heildarferð sem virkar í tíma og rúmi og er sniðin að óskum ferðamannsins. „Á örfáum sekúndum fær notandinn heildarplan fyrir ferð sem inniheldur bílaleigubíl, gistingu, ferðir og áhugaverða staði til að heimsækja. Kerfið reiknar út vegalengdir og áætlar tímalengd hvers hlutar í planinu.Við stærum okkur af því að vera með allar þær upplýsingar sem notandinn þarf til að skipuleggja ferð til Íslands og ferðasmiðurinn, kerfið okkar, er einstakt.“
Ekki enn einn upplýsingavefurinn
Lella segir TripCreator opna nýjar leiðir fyrir ferðamenn til að nálgast upplýsingar um það sem Ísland hefur upp á að bjóða auk nýrra leiða fyrir ferðaþjónustuaðila til að nálgast ferðamennina. ,,Kerfið okkar inniheldur gríðarlegt magn upplýsinga, en við erum samt ekki enn einn upplýsingavefurinn um Ísland. Við erum svo miklu meira. Auk þess að segja ferðamanninum frá öllu því sem vert er að skoða og gera á landinu þá búum við til heildstæða ferð sem hann getur sérsniðið sjálfur og bókað á einfaldan hátt á einum stað.
Til þess að ferðasmiðurinn virki sem skyldi þurfum við að eiga gott samstarf við okkar birgja og samstarfsaðila. Við erum nú þegar í samstarfi við fjölmarga ferðaþjónustuaðila um allt land sem eru að bjóða upp á ótrúlega spennandi hluti á ýmsum sviðum og við viljum auðvitað nýta kerfið okkar til að auglýsa alla þessa þjónustu.“
Reynsluboltar í ferðaþjónustu
,,Í framtíðinni hyggjumst við byggja upp enn meira og betra samstarf við birgja og ferðaþjónustuaðila um allt land því við erum öll að vinna að sama markmiði; að fá fleiri ferðamenn til Íslands og sýna þeim hversu einstakt landið er og hversu mikið það hefur upp á að bjóða. Við viljum verða góður valkostur fyrir ferðamenn sem vilja ferðast um Ísland. Við höldum áfram að þróa ferðasmiðinn okkar og gera hann sífellt betri með því að læra af viðskiptavinum okkar.
,,Við erum nú þegar í samstarfi við fjölmarga ferðaþjónustuaðila um allt land sem eru að bjóða upp á ótrúlega spennandi hluti á ýmsum sviðum og við viljum auðvitað nýta kerfið okkar til að auglýsa alla þessa þjónustu.“
Í þróunardeildinni eru reynslumiklir forritarar (þar af einn ólympískur meistari í forritun) og við erum líka með mikla reynslubolta sem hafa starfað á ýmsum sviðum íslenskrar ferðaþjónustu og búa yfir ríkri þekkingu á því sviði. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Steinn Logi Björnsson sem starfaði í áratugi hjá Icelandair og var einn þeirra sem stofnaði Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi og er mikill áhugamaður um ferðaþjónustu hérlendis. Erna Hauksdóttir situr líka í stjórn fyrirtækisins, en hún var meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í mörg ár. Aðrir starfsmenn eru sérfræðingar á sínum sviðum“ bætir Lella við að lokum.
Brautarholt 10-14 ◦ 105 Reykjavík,[email protected] www.tripcreator.com,tel: +354 415 5100 |