Tvísöngur, hljóðskúptúr á Seyðisfirði eftir þýska listamanninn Lukas Kühne

Austurland, heill heimur

Það eru rétt um 600 km /370 mi frá Sandvíkurheiði, milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar í norðri, að Lómagnúp í suðri. En þarna byrjar og endar Austurland. Íbúafjöldinn í landsfjórðunginum er 11.500 manns. Frá Egilsstöðum, sem er að mörgu leyti miðstöð fjórðungsins, með innanlands flugvöllinn, tengingu til Reykjavíkur, er nær jafn langt að keyra Hringveg 1, suður eða norðurleiðina. Eina farþega / bílferjan sem siglir reglulega til Íslands, Norræna, kemur vikulega til Seyðisfjarðar frá Færeyjum og Danmörku. En Austurland er á margan hátt einstakur fjórðungur sem vert er heim að sækja. Falleg sjávarpláss í fjörðunum, eins og Seyðisfjörður, Eskifjörður, Mjóifjörður eða Djúpivogur. Einstök náttúrufegurð er undir Vatnajökli frá Höfn og vestur í Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftafelli. Á Héraði er stærsti skógur landsins, Hallormsstaðaskógur, rómaður fyrir veðurblíðu. Síðan er auðvitað hálendið norðan Vatnajökuls, einstakt, á allan hátt. Þar á Möðrudal á Fjöllum, hæsta byggða bóli á landinu, er ekki frábært útsýni yfir víðernin, heldur er þar boðið upp á ramm íslenskan mat sem smakkast örlítið betur í þunna loftinu, eftir langa dagleið. 

Hreindýr, Vesturöræfum, undir Snæfelli. Þau finnast bara á Austurlandi, stofnstærðin er um 7000 dýr
Burstafell í Vopnafirði, er einn best varðveitti torfær landsins, byggður árið 1770, og hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1943
Horft austuryfir Héraðsflóa, en í flóan renna tvær af stærstu fljótum fjórðungsins, Jökulsá á Dal, og Lagarfljótið
Klifbrekkufossar í Mjóafirði
Kirkjan í Papey, byggð 1904. Eyjan er byggð frá því fyrir landnámi, þangað til 1966 að eyjan fer í eyði
Miðnætursólin kyssir kollinn á Herðubreið, séð frá Möðrudal á Fjöllum

Ísland 26/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0