Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu

Sálmur sem augnakonfekt

Sýning listamannsins Hlyns Pálmasonar f:1984), Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er ansi sterk ljósmyndasýning. Eins og segir á vef Ljósmyndasafnsins, að Hlynur hefur lengi haft áhuga á að kanna hvernig umhverfið mótar okkur, hversu nátengd við erum náttúrunni og hvernig hún endurspeglar hugsanir okkar og tilfinningalíf. Íslenski klárinn hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu, vinur mannsins og vinnuþjarkur, í aldanna rás. Harmljóð um hest er að sögn Hlyns sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands allt frá landnámsöld. Hornfirðingurinn Hlynur Pálmason er ekki bara snjall myndasmiður, hann er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri Norðurlandanna í dag, með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann hefur leikstýrt og skrifað handrit af þremur kvikmyndum, Vetrarbræður (2017), Hvítur, hvítur dagur (2019) og Volaða land (2022) sem keppti um Óskarinn í fyrra.

Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu

Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu
Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu
Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu
Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu
Frá sýningu Hlyns Pálmasonar Harmljóð um hest, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu

Reykjavík 10/06/2024 : A7C R / FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0