Klukkan er vitlaus á Íslandi. Bandvitlaus. Sem getur líka verið rétt, við fáum í staðin lengur bjart á kvöldin. Sólin er nefnilega í hádegisstað í Reykjavík klukkan 13:30, 90 mínútum eftir að klukkan slær tólf. Nú í lok júní er sólsetur þremur mínútum eftir miðnætti í Reykjavík, sólarupprás er tveimur klukkustundum og 54 mínútum síðar, eða klukkan 02:57. Dagsbirtan í höfuðborginn er því rúmar 21 klukkustund. Hvort maður sjái sólsetrið eða sólarupprásina, er afturámóti vandamál. Næstu daga, næstu viku verður meira og minna skýjað, kalt og rigning með köflum í höfuðborginni, já á öllu suður- og vesturlandi. inn á milli eru auðvitað sólarglennur, sem fékk auðvitað Icelandic Times / Land & Sögu að hlaupa niður í miðbæ og mynda þetta örstutta sumar sem kom og fór. Hitastigið rétt um 10°C / 50F. En sumarið er ekki búið… það er rétt að byrja.
Reykjavík 25/06/2024 : A7C R, – FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson