Nauthólsvík í Fossvogi, hluti af útivistarsvæði Öskjuhlíðar, enda örstutt í kirkjugarðinn eða upp á Perluna

Vin í höfuðborginni

Ef Öskjuhlíðin, hæð sem rís upp suðaustan við miðbæ Reykjavíkur væri í Danmörku, væri þessi hóll líklega kallaður fjall. Enda blasir Öskjuhlíðin við af öllu höfuðborgarsvæðinu, með Perluna, hitaveitutanka byggða árið 1991 sem sterkt kennileiti. Þeir komu í stað hitaveitutanka sem voru byggðir 1940, þegar fyrstu skrefin voru farin í að hitaveituvæða Reykjavík. Tæplega þrjátíu árum áður var mikið grjótnám úr Öskjuhlíð, þegar grjót var flutt með lest, þeirri einu sem verið hefur á Íslandi, til að byggja upp Reykjavíkurhöfn eins og við þekkjum hana í dag. Í suðurhlíðum Öskjuhlíðar er stærsti kirkjugarður landsins, Fossvogskirkjugarður, vígður árið 1932. Fyrir vestan kirkjugarðinn, er mikið skógræktarsvæði, útivistarsvæði en byrjað var að planta trjám í sunnan og vestanverðum hólnum fyrir um 70 árum síðan. Þar má finna leifar seinni heimstyrjaldarinnar, en bandamenn byggðu þar vígi til að verja Reykjavíkurflugvöll. en flugvöllurinn stendur nú í stappi að fá að höggva hluta skógarins, hæstu trén eru farin að trufla flugtök og lendingar á austur vestur brautinni. Öskjuhlíð er óvenjulegur staður, vin til að njóta útiveru, náttúru, og sjá og horfa yfir höfuðborgarsvæðið og sundin blá.

Perlan byggð 1991, safn, veitingastaðir og hitaveitutankar á toppi Öskjuhlíðar, nú til sölu frá Reykjavíkurborg
Horft úr Öskjuhlíð til vesturs yfir miðbæinn. Stríðsminjar fremst, Hallgrímskirkja til hægri, og nýtt Hlíðarhverfi til vinstri
Fossvogskirkjugarður, leiði hermanna sem féllu við Íslandsstrendur í seinni heimsstyrjöldinni
Fossvogskirkja, grafarkirkja byggð 1948 eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar
Háskólinn í Reykjavík í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar við Fossvog

Reykjavík 09/07/2024 : RX1R II, A7C R – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0