Hver nam Önundarfjörð samkvæmt Landnámu? Víkingurinn, Önundur Víkingsson í kringum árið 900. Hann byggði sér bæ við þennan fallega 20 km / 12 mi langan fjörð, sem liggur milli Dýrafjarðar í suðri og Súgandafjarðar í norðri, á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið í firðinum, Flateyri er nú með um 250 íbúa, álíka marga og árið 1900, þegar ein stærsta hvalveiðistöð landsins var á Sólbakka, rétt utan við Flateyri. Þegar Flateyri er sem stærst um 1970, búa þarna hátt í sex hundruð manns. Þorpið er ein af perlum Vestfjarða, með sjarmerandi miðbæ, mjög góðan veitingastað, Vagninn, einstaka verslun, bókabúð sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni síðan 1914, og ekki má gleyma fallegu miðnætursólinni seinnipart sumars á Flateyri. Þótt það sé sumar fallegt í Önundarfirði, geta veturnir verið erfiðir. Mannskætt snjóflóð féll á bæinn 1995, og annað 2020, sem eyðilagði höfnina, en engin slasaðist alvarlega, sem betur fer í því flóði. Frá Reykjavík er tæplega sex tíma akstur, vestur í fjörðinn hans Önundar.








Önundarfjörður 23/07/2024 : A7RIV – FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson