Gleðigangan 2024

Gleðigangan MMXXIV

Gleðigangan, réttindaganga hinsegin fólks,hefur verið gengin er annan laugardag í ágúst í Reykjavík síðan árið 2000. Mikið fjölmenni var í miðbænum þegar gengið var í ár frá Hallgrímskirkju á Skólavörðuholtinu, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu inn í Hljómskálagarðinn, þar sem dagskráin endaði með tónleikum og ávarpi nýkjörins forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Auðvitað fór Icelandic Times / Land & Saga niður í miðbæ, að upplifa hátíðahöldin, en líklega voru um 60 þúsund manns í miðbænum þegar mest var. Enda alltaf gott veður, þegar Gleðigangan heldur á stað. Hér kemur myndasyrpa frá atburðinum, sem er bæði litríkur og glaður, hinsegin dagur. 

Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024
Gleðigangan 2024

Reykjavík 11/08/2024 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/85mm GM 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson