Mótun framtíðar

Hugmyndir – Hönnun – Skipulag

Bók þessi er ævi- og starfssaga Trausta Valssonar. Persónusagan er þó ekki í forgrunni heldur þeir straumar og stefnur sem ríkt hafa í skipulagi og hönnun síðastliðin 50 ár.

Þar sem Trausti lauk prófi í arkitektúr og skipulagi við háskólann í Berlín og í umhverfisskipulagi við Berkeley á miklum umbyltingartímum í þessum fögum – og kynntist helstu hugmyndafræðingum – á hann auðvelt með að lýsa hvað hefur helst mótað breytingarnar á síðustu hálfri öld. Bókin má því kallast þróunar- og hugmyndasaga skipulags og hönnunar.

Jafnframt segir Trausti frá helstu skipulags- og rannsóknarverkefnum starfsævi sinnar. Helstu þemun þar eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðarmál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun.

„Í mínum huga er Trausti frumlegasti hugsuður sem Ísland hefur átt þegar kemur að skipulagsmálum; stórra hugmynda, sem eins og sjái fram í tímann …“ – Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndahöfundur

RELATED BOOKS