Horft yfir tjörnina í Hafnarfirði, að Sólvangi frá Lækjargötu

220 Lækjargata

Þegar Hafnarfjörður fær kaupstaðarréttindi árið 1908 var ekkert skipulag á byggðinni, fáar eiginlegar götur í bænum. íbúarnir voru tæplega fimmtánhundruð. Eiginlega einu göturnar voru Strandgatan og Reykjavíkurvegur. Flest húsin í bænum voru bara sett niður í hrauninu, þar sem passaði, en ekkert hugsað um hvar götur ættu að liggja þegar fram liðu stundir. Árið 1911 var sett upp nefnd til að gefa slóðunum, götunum í bænum nöfn og tölusetja húsin, skipuleggja byggðina. Nöfn gatnanna var ýmist dregin af landslaginu eða byggðinni sem var þar fyrir. Templarasund kennt við Góðtemplarahúsið, Strandgatan lá við ströndina, Suðurgatan lá suður og vestur á Reykjanes, og Reykjavíkurvegur til höfuðborgarinnar. Lækjargatan fékk þetta nafn, enda liggur hún meðfram sunnanverðum Hamskotslæknum frá Strandgötu í austur frá höfninni. Fyrstu húsin við götuna voru reist strax upp úr 1900, rétt áður en Hafnarfjörður verður bær árið 1908. Nú liggur gatan frá Fjarðargötu að Hlíðartorgi á Reykjanesbrautinni. Á Lækjargötu, rétt vestan við Reykjanesbrautina, er lítið hringtorg sem heitir Lækjartorg. Hafnarfjörður er þriðja fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi, íbúarnir eru 32. þúsund. Icelandic Times / Land & Saga skrapp í Hafnarfjörðinn, og myndaði fyrst og fremst það sem fyrir augu ber, þegar maður er í eða við Lækjargötu, 220 Hafnarfjörður. 

Lækjartorg
Tjörnin Hafnarfirði
Hafnarfjarðarkirkja á horni Strandgötu og Lækjargötu, vígð fyrir 110 árum
Verslun á nyðra horni Strandgötu og Lækjargötu
Horft frá Lækjargötu á byggingar byggðar árið 1994 á uppfyllingu milli Strandgötu og Fjarðargötu
Menntasetrið við Lækinn

Hafnarfjörður 29/10/2024 :  A7C R – FE 2.4/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0