Fast þeir sóttu sjóinn, bátalíkön eftir Grím Karlsson skipstjóra

Pennar, bátar, saumavélar, málverk & ljósmyndir

Duus safnahús er lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar. Mjög fjölbreytt menningarstarf og sýningarhald er rekið í þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum í hjarta Keflavíkur. Elsta húsið er Bryggjuhúsið reist árið’ 1877, fyrir næstum því 150 árum. Það var fyrir rúmum aldarfjórðungi sem Reykjanesbær keypti húsalengjuna og hóf endurbyggingu og bætur fyrir safna- og menningarsafn. Þeim var lokið fyrir tíu árum, og 2016 friðlýsti Minjastofnun byggingarnar sem eru nú allar samtengdar á smekklegan hátt. Í húsaröðinni eru sjö sýningarsalir, og þegar Land & Saga/ Icelandic Times átti þarna leið um, var ansi fróðlegar og fjölbreyttar sýningar í þessu höfuðsafni Reyknesinga. 

Ferðalangur sýning Kristins Más Pálmasonar
Sýningin, Ein ég sit og sauma
Saga HS Orku
Duus menningarmiðstöð suðurnesjamanna, í Keflavík í Reykjanesbæ
Eins manns rusl, er annars gull, sýning smáhluta
Önnur nálgun, 0ddgeir & Sossa sýna málverk og ljósmyndir
Huglendur, Bjarni Sigurbjörnsson
Huglendur, Bjarni Sigurbjörnsson

Reykjanes 18/11/2024 :  RX1R II,  A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0