Hvalveiðibátar í löngu sumarfríi við Hvalstöðina

Hár Glymur og Leggjabrjótur

Rétt norðan við Reykjavík, er einn mesti og fallegasti fjörður landsins, Hvalfjörður. Fjörðurinn í dag er fáfarinn, því miður, því í minni fjarðarins fer Hringvegur 1, í vestur og norður undir minni fjarðarins. Hvalfjörður var ekki til fyrir 700 þúsund árum, en ísaldir og breytt gosvirkni til austurs, grófu þennan 30 km langa fjörð á síðustu 100 þúsund árum. Fjölmargar gönguleiðir eru í firðinum, upp að Glym, einum hæsta fossi landsins í botni fjarðarins. Líka um Leggjabrjót til Þingvalla, eða rölta í kringum Meðalfellsvatn í Kjós, einstaklega auðvelt og jafnframt gefandi. Í seinni heimsstyrjöldinni voru bandamenn með stóra bækistöð fyrir skip og kafbáta innarlega í firðinum. Þar er líka eina hvalstöð landsins. Það er innan við klukkustundar akstur frá höfuðborginni, í annan heim, heim Hvalfjarðar.
Efsti hluti Glyms
Braggar Bandamanna
Kýr í Kjós um sumarnótt
Flotastöð breska hersins úr seinni heimsstyrjöldinni á Hvítanesi
Sól á Hvammshöfða
Laxá í Kjós um vatrarnótt
 

Hvalfjörður 06/12/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0