Hekla er eitt þekktasta og virkasta eldfjall á Íslandi, drottning íslenskra eldfjalla. Fjallið er 1.491 m hátt, og mjög ungt, rétt um 7000 ára gamalt, þar sem það stendur í uppsveitum suðurlands, í Rangárvallasýslu. Eldstöð Heklu er aftur á móti mun eldri, allt að 700.000 þúsund ára gömul. Hekla hefur gosið tuttugu og þrisvar sinnum á síðustu 1.150 árum, eða síðan land byggðist. Það hefur gosið einu sinni á þessari öld, littlu gosi árið 2000. Hekla stendur á þykkri jarðskorpu þar sem mætast Suðurlandsbortabeltið og Suðurlandsgosbeltið. Fjallið sker sig frá öðrum íslenskum eldfjöllum að því leyti að kvikuhólf eldfjallsins liggur djúpt, eða á 11 km dýpi í jarðskorpunni. Stærstu eldgosin frá því land byggðist í Heklu, voru árið 1104 og 1947.
Rangárvallasýsla 13/01/2025 : A7C R, A7CR III, M6 – FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM, 1.4/50mm – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson