Hann var alþýðuskáldið í myndlist, hugsjón Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) var að listin ætti erindi til okkar allra, fólksins í landinu. Líklega líka þeirra sem sækja landið heim. Undraland er ný (frábær) sýning, á fyrrum heimili og vinnustofu frumkvöðulsins í Laugardal. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í einstöku húsi þar sem hann fann og gat skapað sína listsköpun. Húsið byggði hann frá 1942 til 1959. Eftir andlát þessa stóra og sterka listamanns, opnaði Listasafn Reykjavíkur húsið, með viðbótum til að sýna verk hans í allri sinni dýrð, fyrir ferðamenn og ekki síður næstu kynslóðir sem þekkja ekki manninn sem var fæddur fyrir 132 árum á bóndabænum Kolsstöðum í Dalasýslu. Undraland er frábær sýning um þennan merka sköpuð. Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson