Barnamenningarhátíð er haldin í Reykjavík í apríl ár hvert. Leiðarljós hátíðarinnar er gott aðgengi og gæði að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er höfuðborgin öll, frá leikskólum, grunnskólum menningarstofnunum og listaskólum. Það er frítt inn á alla viðburði Barnamenningarhátíðarinnar. Icelandic Times / Land & Saga fór niður í Safnahúsið við Hverfisgötu og sá Tröllin í fjöllunum, sköpunarverk Brians Pilkington, en þessi listamaður frá Liverpool, hefur búið í lýðveldinu í yfir fimmtíu ár, og glatt margar kynslóðir með einstökum teikningum sínum og bókum… meðal annars af
tröllum, en eitt þeirra Tufta, kom einmitt á hátíðinni í Safnahúsið og heilsaði upp á börn á öllum aldri.








Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavik 13/04/2025 – RX1R II : 2.0/35mmZ
2311