Torfajökulsvæðið er eldstöðvakerfi norðan við Mýrdalsjökul og Heklu. Svæðið er næst stærsta háhitasvæði Íslands, eftir Grímsvötnum í miðjum Vatnajökli. Torfajökull sem svæðið er kennt við, gaus síðast árið 1480, og þar á undan árið 872, tveimur árum áður en Ísland var numið af mannfólki, við Hrafntinnusker. Þar er einstaklega fallegt ganga um, eitt fallegasta svæði landsins, í þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Þarna eru bullandi hverir við jökulfannir, einstaklega tilkomumikið. Icelandic Times / Land & Saga býður ykkur í ferð um svæðið, sem liggur á Laugaveginum, vinsælustu gönguleið landsins, frá Landmannalaugum og niður í Þórsmörk. Í Hrafntinnuskeri er skáli Ferðafélags Íslands, sá fyrsti af mörgum, á leiðinni, þegar lagt er á stað úr Landmannalaugum. Góða ferð.








Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
11/04/2025 – A7R IV, RX1R II : FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mmZ