Kaldalón

Glíman við vatnið

Ísland er ríkt land, sérstaklega af vatni. Þrátt fyrir að 96.5% alls vatns á jörðinni er í úthöfunum, fjarri Fróni. Ferskvatn, sem við erum svo rík af, er eingunis 1.7% af öllu vatni jarðar. Sumir sérfræðingar segja að mesta ógn sem stafar mannkyninu, er vatnsbúskapurinn, sem er bágur á mörgum stórum og þéttbýlum svæðum plánetunnar. Þegar ferðast er um Ísland, eru ár, lækir og fossar, stór hluti af upplifuninni, enda við hvert fótmál, nema á Reykjanesi. Sem ljósmyndari, er gaman að glíma við vatnið. Það býr til stemningu, form og fegurð, sem er gefandi en jafnframt erfitt er að fanga. Hér koma nokkur sýnishorn af vatni, í öllum sínum ólíku myndum. 

Frosin tjörn við Grjótnes, Melrakkasléttu
Gljúfrabúi undir Eyjafjöllum
Fossaröð Kaldalóni, Ísafjarðardjúpi
Þjórsá, Árnes- og Rangárvallasýslu
Heitur lækur, Kröflu, Mývatnssveit
Dynjandi, Arnarfirði
Stuðlagil, Jökuldal

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 21/04/2025 – A7C R, RX1R II, A7R IV :  FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G