Höfnin við fjörðinn Hafnarfjörð

Frá náttúrunar hendi er Hafnarfjörður líklega eitt besta skipalægi, höfn á Íslandi. Enda þegar þýskir Hansa kaupmenn voru allsráðandi í verslun til íslendinga frá 1450 til 1602 var Hafnarfjörður þeirra höfuðstaður, og í leiðinni menningar og verslunarmiðstöð landsins. Í dag er Hafnarfjarðarhöfn mest lifandi höfn landsins, hjartað í þriðja stærsta bæ lýðveldisins. Þarna er líf, sem þekkist varla nema ef til vill við Bolungarvíkurhöfn. Við höfnina austanverðu er miðbærinn, að norðanverðu íbúðabyggð, en sunnan og vestan er hafnartengd starfsemi, eða ekki, sem iðar af lífi. Höfnin er sannkölluð gullnáma fyrir útivistarfólk, menningarpostula, og sjórafta, og líka okkur hin, sem höfum gaman af mannlífi, mat, fjölbreytileika og fegurð Hafnarfjarðarhafnar. 

Bátaskýlin við Hvaleyrarlón, Hafnarfjarðarhöfn
Salt við höfnina
Ein af tveimur flotkvíum í Hafnarfjarðarhöfn
Veitingahúsið Sól við Hafnarfjarðarhöfn
Laufey Lín í geymslu við Hafnarfjarðarhöfn, okkar stærsti tónlistarmaður í dag
Fjörukráinn í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarhöfn og Hafransóknarstofnun

Ljósmyndir & texti : Páll StefánssonHafnarfjörður 30/04/2025 – A7C R – RX1R II :  FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z