Álftafjörður

Mynd verður til

Auðvitað er myndavélin (síminn) mikilvægur aukahlutur, þegar við ferðumst. Að skrásetja augnablik sem eru ógleymanleg. Búa til minningar, myndir, sem lifa löngu eftir að við erum komin heim. Myndir sem við sendum áfram til vina, fjölskyldu, eða birtum á samfélagsmiðlun, og eða í tímaritum, prentum í albúm, eða setjum upp á vegg. Minna okkur á góðar ógleymanlegar stundir. En hvernig verður góð mynd til; það veit ég ekki eftir rúm fjörutíu ár sem ljósmyndari. En eitt veit ég. Myndir koma til manns, og þá verður maður að vera tilbúinn, með græjur sem maður skilur, tækni sem má ekki flækjast fyrir. Góð (dýr) myndavél er gulls ígildi. Sama með linsur, ég nota bara fastar linsur, ekki Zoom. Linsur sem eru næstar því sem við sjáum… þannig eru ekki símar. Símamyndavélar eru dag mjög góðar, en myndvínkillinn, og fókusinn er of víður, allar myndir verða eins. Best er að nota myndavél, og linsur með brennivídd frá 35mm til 100mm, þá er hálfur sigurinnurinn unninn að ná góðri mynd, síðan er það heppni, reynsla eða kunnátta, að allt innan rammann, sé rétt. Það lærist, fljótt. 

Sandvíkurheiði milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, einstakur staður, þar sem er líklega fallegustu birtuskilyrði á Íslandi
Steinar í lækjarsprænu í Bakkafirði
Brúarárfoss um kvöld, þrífótur og 100 mm linsa
Línur og Land Rover í Friðlandi að Fjallabaki
Blóm, bifukolla
Nótt í Reykjavík 2024. Skúlagata
Á leið til Ísafjarðar, stoppað út í kanti, því birtan var svo einstök, Álftafjörður

06/05/2025 – A7C R, RX1R II, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm G, FE 1.2/50mm GM