Torfajökull

Ís land jökla

Jöklar þekja um 11.400 km2, eða 11% af flatarmáli Íslands, stærstur, lang stærstur er Vatnajökull, en hann er 8.100 kmað stærð. Næstir koma Langjökull og Hofsjökull, rétt undir þúsund ferkílómetrum. Ísland var jökullaust, eða því sem næst fyrir níu þúsund árum, en síðan fór að kólna, og jöklarnirnir eins og við þekkjum þá í dag, tóku að myndast. Hámarki ná þeir um 1900, og hafa hopað mikið síðan, t.d. hefur Vatnajökull skroppið saman um tæpa fimm ferkílómetra á ári, alla þessa öld. Um fjórðungur af öllu árrennsli á Íslandi kemur frá jökunum. Jökullinn Ok í Borgarfirði, hvarf í byrjun þessarar aldar, fyrstur stærri jökla. Torfajökull, nærri Landmannalaugum, er næstur stærri jökla að hverfa. Síðan er líklega komið að Snæfellsjökli, vestasta jökli landsins, og eini jökullinn sem sést frá Reykjavík… á góðum degi. 

Snæfellsjökull
Jökullón við Svínafellsjökul, Vatnajökli
Upptök vatnsmestu á landsins, Jökulsá á Fjöllum, Dyngjujökli
Torfajökull
Jökulrendur Hofsjökli
Kvíárjökull í Öræfajökli
Göngugarpar á Sólheimajökli

Ísland 10/05/2025 – A7R III, A7R IV : FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/135mm GM