Meðalhitinn í apríl (2025) í Reykjavík var ekki hár eða 5,7°C, sem er þó tveimur stigum hærra en í meðalári, sem er auðvitað ótrúlega mikið. Vorið hefur semsagt verið einstaklega hlýtt í Reykjavík. Sama var upp á teningunum fyrir norðan, en meðalhitinn þar var líka rétt rúmum tveim gráðum yfir meðaltali síðustu fimmtíu ára, eða 4.7° gráður. Sólskinsstundir hafa aldrei verið fleiri í aprílmaánuði, bæði fyrir norðan og sunnan, samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands. Maí byrjar vel, á svipuðum nótum, hlýr og bjartur. Icelandic Times / Land & Saga gekk niður í miðbæ, drakk í sig sólskinið, með fjölda heimamanna sem nutu veðurblíðunnar í höfuðborginni. Erlendu ferðamennirnir voru út á landi, að skoða fossa, fjöll, og líklega ísjaka á lóni, langt langt í burtu.







Ljósmyndir & texti : Páll StefánssonReykjavík 03/05/2025 – A7C R : FE 2.5/40mm G
Myndatextar :