Heildarfjöldi ferðamann í Janúar aukning með 75,3%

Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flug­stöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3% milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Aldrei hefur mælst jafnmikil aukning í janúar milli ára frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli. til samanburðar fjölgaði ferðamönnumum 40,1% milli áranna 2013 og 2014 og önnur ár frá árinu 2012 hef­ur fjölgunin í janúar verið á bilinu 23,6% til 34,5%.

Bretar og Bandaríkjamenn voru um helmingur ferðamanna en Bretar voru 28,2% og Bandaríkjamenn 22,8% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru eftirfarandi:

Kínverjar 5,4%
Þjóðverjar 4,4%
Frakkar 3,3%
Kanadamenn 3,1%
Japanar 2,4%
Hollendingar 2,2%
Svíar 1,9%
Pólverjar 1,9%
Spánverjar 1,8%
Danir 1,5%

Icelandair

Alls ferðuðust tæplega 206 þúsund farþegar með Icelandair í janúar og fjölgaði farþegum um 18% miðað við janúar á síðasta ári. Á sama tímabili var sætaframboð aukið um 22%. Sætanýting var 73,6% samanborið við 74,3% í janúar í fyrra.

WOW air

WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá landinu í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. Þá var sætanýting WOW air 85% en var 82% í janúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 284% í janúar frá því á sama tíma í fyrra.

Segir í tilkynningunni að hlutdeild WOW air í heildarfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll í janúar 2017 hafi verið 35% en var 18% í janúar í fyrra.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0