Á söguslóðum í Dalasýslu

Á söguslóðum í Dalasýslu

Undir dalanna sól

Að fara út af hringveginum opnar mönnum nýja og stórkostlega sýn á landið. Ef ekið er upp Bröttubrekku og haldið inn í Dalabyggð lýkst upp sérstætt og fallegt landslag á söguslóðum Íslendingasagna. Sléttan neðan Bröttubrekku er einnig sögustaður margra atburða á Sturlungaöld. Dalirnir hafa allt að bjóða og þjónusta við ferðafólk er þar afbragðsgóð.
898484182_c9f978c544_o

Meðan ekið er að Eiríksstöðum inn hinn fallega dal Haukadal má sjá veiðimenn kíkja eftir laxi á bökkum Haukadalsár. Bær Eiríks rauða hefur verið endurbyggður og á þessu skemmtilega safni lifnar sagan við. Fyrirmyndin af húsinu, eða grunnflötur hússins, eru tóttir sem grafnar voru upp og aldursgreindar og reynast vera með elsta sniði sem fundist hefur hér á landi.

IMG_5075Menningarsetur í Búðardal

Þema landafundanna má síðan kanna frekar og sökkva sér ofan í þessa merku atburði yfir kaffibolla í Leifsbúð, menningar- og safnahúsinu í Búðardal. Húsið stendur niður við höfnina og Vínlands- og landafundasýningin, sem tileinkuð er Leifi heppna, er einstaklega falleg og vel samansett sýning. Eftir að hafa dvalið í fortíðinni um stund er sjálfsagt að skoða sig um og njóta þeirra sýninga sem í boði eru á hverjum tíma.

Í Búðardal má dvelja dagpart eða koma sér upp bækistöð á þægilegu tjaldstæði þorpsins og ferðast þaðan til áhugaverðra staða í næsta nágrenni. Enginn ætti að láta hjá líða að heimsækja Lauga í Sælingsdal og fara í Guðrúnarlaug.. Í heitri notalegri lauginni má velta fyrir sér örlögum aðalsöguhetja Laxdælu, þeirra Bolla, Kjartans og Guðrúnar. Þeir fóstbræður sóttu sér heilsubót í heitum laugunum hér og fyrstu neistar ástar, afbrýði og haturs kviknuðu meðan horfðust þau í augu Kjartan og Guðrún.

Eiriksstadir 030Álfarnir í Tungustapa

Á Laugum er gott tjaldsstæði og ferðaþjónusta og áhugasamt göngufólk getur dvalið þar um tíma og gengið um og á milli giljanna fyrir ofan bæinn eða á Tungustapa. Göngugörpum er þó hollast að forðast að styggja álfaprestinn því hefnd álfa er hörð. Ótal fleiri áhugaverðar gönguleiðir eru í Dalabyggð en nefna má að af Klofningsfjalli er víðsýnt um Dali og yfir Breiðafjörð. Stutt er út í eyjarnar sem taldar eru vera eitt af þremur fyrirbærum hér á landi sem eru óteljandi. Góð aðstaða er einnig fyrir hestamenn í Dölum, margvíslegar reiðleiðir í boði og ferðamáti forfeðranna á hér sérlega vel við. Íslenska haförninn má oft sjá á Fellsströnd og Skarðsströnd, enda sækja fuglaáhugamenn mikið á þessar slóðir. Frekari upplýsingar um Dalina og áhugaverða staði þar er að finna á nýrri vefslóð: www.visitdalir.is

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0