Rætur Hofsjökuls

Á Sprengisandi

Miðja Íslands landfræðilega er Sprengisandur, örfoka háslétta á miðju miðhálendinu. Um Sprengisand liggur forn fjallvegur sem tengir Norður- og Suðurland, nú jeppavegur sem er fær yfir hásumarið, og liggur frá Þjórsárdal í suðri og norður í Bárðardal og Eyjafjörð í norðri. Á Sprengisandi sem liggur milli Hofsjökuls í vestri og Vatnajökuls í austri eru upptök Þjórsár, lengsta á landsins, og framleiðir bróðurpartinn af þeirri vatnsorku sem er virkjuð á Íslandi. Árósar Þjórsár eru rétt vestan við Hellu á Suðurlandi. Fnjóská stærsta dragá landsins, sem rennur norður í Eyjafjörð, á upptök sín á Sprengisandi. Á miðjum Sprengisandi er Tungnafellsjökull, sterkt kennileiti, í kringum hann og í Þjórsárverum austan við Hofsjökul eru einstakar gróðurvinjar á miðju miðhálendinu, umkringdar örfoka landi og jöklum. 

Horft niður í Eyjafjörð af Sprengisandsvegi
Þjórsárveri
Hjólreiðakappi í sínu tjaldi, við Kiðagil
Fegurð Sprengisands, Hofsjökull lengst til vinstri
Hestalest á ferð yfir Sprengisand
Tómasarhagi, undir Tungnafellsjökli, á miðjum Sprengisandi

Sprengisandur 31/08/2024 : A7RIII, RX1RII, A7CII  – 2.0/35mm Z, FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0