Aðalstræti árið 2023

Aðalstræti,

Hundrað og fimmtíu metrar af sögu
 Elsta, fyrsta gata Reykjavíkur er Aðalstræti, og aðeins 150 metra löng, en full af sögu, og sögulegum byggingum. Við norðanverða götuna eru elstu mannvistarleifar sem hafa fundist á Íslandi, rústir skála, hugsanlega fyrstu landnámsmannanna, Ingólfs Arnarsonar og Hallveigar Fróðadóttur frá því um 874 +/-. Rústirnar sem voru grafnar upp fyrir rúmum 20 árum, eru nú til sýnis á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, safn á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Safn sem heldur áfram, þar sem saga borgarinnar er rakin í einu elsta húsi landsins í Aðalstræti 10, húsi sem var reist árið 1762 fyrir starfsemi innréttinganna, sem var fyrsti vísir að því að Reykjavík breyttist úr þorpi í bæ og síðan í borg. Má segja að þessi starfsemi innréttinganna gjörbreytti Reykjavík, og gerði síðan þorpið að höfuðborg lýðveldisins. Aðal starfsemin í Reykjavík var ullarvinnsla, en það var umfangsmikil brennisteinsvinnslu í Krýsuvík og á Húsavík á vegum félagsins. Innréttingarnar voru hugarsmíð Skúla Magnússonar Landfógeta, föður Reykjavíkur, en stytta af honum stendur í Fógetagarðinum sem er auðvitað við Aðalstræti.
Aðalstræti árið 1900
Á Ingólfstorgi við Aðalstræti
Sætt svín við enda Aðalstrætis og Vesturgötu
Aðalstræti 2
Á Ingólfstorgi , horft inn Austurstræti
Morgunblaðshöllin, nú Center Hotel við Ingólfstorg, byggt 1955
Fjalakötturinn við Aðalstræti
Aðalstræti 10, byggt árið 1762, nú frábært Borgarsögusafn
Skúli Magnússon í Fógetagarðinum við Aðalstræti
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 30/06/2023 : A7C, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0