Það er hægt að halda því fram með sterkum rökum að sauðkindin hafi haldið lífi í íslensku þjóðinni fyrstu 1100 árin. Alveg fram yfir miðja síðustu öld. Hún gaf bæði mat og með einstaka ull, sem héldum okkur hlýjum hér norður undir baug. Nú er svo komið að í fyrsta skipti í íslandssögunni að það býr fleira mannfólk á Íslandi en sauðfé. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er 365.290 sauðfé á Íslandi í dag, meðan íbúar landsins eru 403.044 samkvæmt Þjóðskrá. Metfjöldi sauðfjárs frá upphafi byggðar var árið 1977, þegar 896.000 fjár var í landinu, þá var íbúatalan landsins 222.658. Árið 1760, voru 357.000 kindur í landinu, íbúafjöldinn var 43.716. manns. Ef sauðfé ætti vera í sama hlutfalli og þá, væru hér 3,5 milljónir sauðfjár í stað 365 þúsunda. Enda hafa neyslur breyst, fyrir tveimur árum missti lambakjöt fyrsta sætið sem það kjötmeti sem íslendingar neyta mest, var í fyrsta sætinu í 1147 ár. Kjúklingur tók fyrsta sætið, og í fyrra skaust svínið upp fyrir lambið. Breyttir tímar, þegar lambakjötið er í brons sætinu eftir yfir þúsund ár á toppnum.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson