Eftir aftakaveður á Siglufirði

Af veðri og viðvörunum

Veðurstofa Íslands er farin að gefa út tölfræðiefni um árið sem var að líða. Þar kemur meðal annars fram að 2023 var rólegt ár veðurfarslega. Það voru gefnar út 311 viðvarinar á árinu, 280 gular og 31 appelsínugul, engin rauð. Það er mikil munur frá árinu áður þegar Veðurstofan gaf út 456 viðvaranir, 372 gular, 74 appelsínugular og 10 rauðar. Rauðar viðvaranir boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, hamfaraveður. Á síðasta ári voru flestar, eða 181 viðvaranir gefnar út vegna vinds, 99 vegna hríðar, fjórtán vegna asahláku, þrettán vegna rigningar og fjórar vegna snjókomu. Fæstar viðvaranir voru gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið eða 15, á síðasta ári, næst fæstar á Austfjörðum eða 18. Flestar á viðvarirnar voru á Norðurlandi vestra, eða 35, einni fleiri en á Vestfjörðum.   

Ólafsfjörður í fannfergi
Við Kleifarvatn eftir brjálaðan storm
Eftir aftakaveður á Siglufirði
Eftir snjóflóð á Flateyri 16 janúar 2020

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0