Á síðustu 50 árum, eru bara sex ár sem selst hefur meira af bílum á Íslandi en á síðasta ári. Alls seldust 16.685 nýjar bifreiðir á árinu sem er 30,5% aukning frá árinu á undan. En það eru miklar breytingar í kortunum. Íslendingar eru með næst hæsta hlutfall í heiminum, eftir norðmönnum með hreina rafmagnsbíla. Einn þriðji, eða 33,5% af seldum bílum árið 2022 voru hreinir rafmagnsbílar. tengilvinnbínar voru 22,6%, hybrid 17,8% en þessir fyrrum venjulegu eru á botninum, en dísel bílarnir voru 14,2% og bensínbílarnir á botninum með 11,9% hlutdeild. Enda ætlar Reykjavíkurborg að fækka bensínstöðvum um þriðjung á næstunni. Mest seldi einstaki bílinn var Tesla Y, eini bílinn sem seldist í yfir þúsund eintökum, hreinn rafmagnsbíll. Toyota var söluhæsta merkið samtals, Kia í öðru sæti og Hyundai í því þriðja. Og hvar er mesta umferðin til og frá höfuðborginni, á síðasta sólarhring (23. jan 2023) Fóru 20.000 bílar um Keflavíkurveg, 9.500 um Sandskeið suður og austur og 8.000 bifreiðar um Kjalarnes á leið norður og vestur.
23/01/2023 : A7R III : FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson