Í Hafnarborg í Hafnarfirði er sýningin Staldraðu við, þar sem átta listamenn frá lýðveldinu Íslandi og konungsríkinu Stóra-Bretlandi beina list sinni og getu að tengjast umhverfinu og áhorfandanum. Sýningin í sýningarstjórn Birgis Snæbjörns Birgissonar og Mika Hannula, kallar fram spurningar um hvað gerist þegar við stöndum frammi fyrir verkefnum sem krefjast þess að við tökum þátt og verðum þá auðvitað fyrir áhrifum af þeim. Nota listamennirnir,
Anna Hrund Másdóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Danny Rolph, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Joel Tomlin, Kristinn Már Pálmason, Peter Lambog og Vanessa Jackson mismunandi aðferðir og tækni til að svara þessum spurningum. Stórri spurningu; þar sem best er að staldra við, áður en haldið er áfram. Fín sýning.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 18/03/2025 : RX1R II : 2.0/35mm Z