Þar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjörð, í Bakkaflóa (Bakkafirði) þar sem norðurland endar eða byrjar. Íbúar í þeim sex sveitarfélögum (+hálf Langanesbyggð) sem eru í fjórðungnum, búa um fjögur prósent af íbúum landsins, eða rétt rúmlega þrettán þúsund einstaklingar. Fæstir búa í Bakkafirði rúmlega sextíu einstaklingar, í samfélagi sem er lengst frá höfuðborgarsvæðinu í kílómetrum talið. Flestir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð, rétt rúmlega fimm þúsund í þeim báðum. En austurland státar af náttúrufegurð, og kyrrð sem er einstök, ekki bara á Íslandi. Hér eru nokkur sýnishorn að austan, sem ætti auðvitað að vera meira heimsótt af heimamönnum og erlendum ferðamönnum.
Austurland 28/08/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson