Höfuðstaðurinn Seyðisfjörður við samnefndan fjörð í Norður-Múlasýslu. Eina bílferja til landsins kemur vikulega á Seyðisfjörð, frá Danmörku, með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum

Auðvitað Austurland

Þar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjörð, í Bakkaflóa (Bakkafirði) þar sem norðurland endar eða byrjar. Íbúar í þeim sex sveitarfélögum (+hálf Langanesbyggð) sem eru í fjórðungnum, búa um fjögur prósent af íbúum landsins, eða rétt rúmlega þrettán þúsund einstaklingar. Fæstir búa í Bakkafirði rúmlega sextíu einstaklingar, í samfélagi sem er lengst frá höfuðborgarsvæðinu í kílómetrum talið. Flestir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð, rétt rúmlega fimm þúsund í þeim báðum. En austurland státar af náttúrufegurð, og kyrrð sem er einstök, ekki bara á Íslandi. Hér eru nokkur sýnishorn að austan, sem ætti auðvitað að vera meira heimsótt af heimamönnum og erlendum ferðamönnum. 

Horft yfir Hérað, um sumarnótt í Norður-Múlasýslu
Hreindýr, finnast bara á austurlandi á Íslandi, hér rétt sunnan við Djúpavog í Suður-Múlasýslu
Gæsir við Jökulsárlón, Austur-Skaftafellssýslu
Smá á Vopnafirði, Norður-Múlasýslu
Lónsöræfi, Austur-Skaftafellssýslu
Bustarfell í Vopnafirði, Norður-Múlasýslu, einn best varðveitti torfbær landsins. Nú hluti af Þjóðminjasafni Íslands

Austurland 28/08/2024 : A7R IV, RX1R II  – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0