Austurvöllur 1919

– Hádegisfyrirlestur Braga Bergssonar 1. júlí kl. 12.10.

Í apríl 1919 var auglýst í blöðum bæjarins samkeppni um fyrirkomulag Austurvallar og áttu áhugasamir að skila inn tillögum í maí sama ár. Samkeppnin var öllum opin og bárust alls 17 tillögur um framtíðarfyrirkomulag á Austurvelli. Tillögurnar eru varðveittar á Borgarsögu-safni Reykjavíkur.

Sagnfræðingurinn Bragi Bergsson mun fjalla um samkeppnina í erindi sínu og sýna hluta af þeim tillögum sem bárust. Viðfangsefnið hefur lítið verið rannsakað og styðst Bragi við frumheimildir í skjalasöfnum sem og samtímaheimildir sem lýsa því umhverfi og þeim aðstæðum sem samkeppnin var haldin í. Bragi Bergsson lauk MA prófi frá Háskóla Íslands árið 2012 og fjallaði lokaritgerðin hans um sögu og þróun íslenskra almenningsgarða. Áður lauk Bragi BSc prófi í Umhverfisskipulagi LBHÍ (2007) og BA prófi í Sagnfræði HÍ (2003). Bragi starfar nú í Zürich í Sviss

Nú nýverið var lokið við að fegra torg Árbæjarsafns og var haft til hliðsjónar tillögur úr samkeppninni frá 1919. Einnig var útbúinn garður við safnhúsið Suðurgötu 7 í anda garða sem var að finna í Reykjavík í kringum 1910-1920. Þessar framkvæmdir voru unnar í samstarfi við nemendur við Garðyrkjuskólann að Reykjum sem og Grasagarð Reykjavíkur. Að erindinu loknu eru gestir hvattir til að skoða útisvæði safnsins enn frekar en eins og Einar Helgason garðyrkjustjóri sagði í bók sinni Bjarkir (1917): „Það er ekki lítils vert að hafa garðholu, þó ekki sé stór, það sem heimafólkið getur »átt sig sjálft « stund og stund og notið þess yndis, er jurtagróðurinn veitir, og hvílt sig þar, ef tími leyfir frá öðrum störfum.“

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0