Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.

Björt framtíð

Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi stendur nú yfir útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands. Þetta eru lokaverkefni 74 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fata- og vöruhönun. Sýningin sem heitir Rafall / Dynamo og endurspeglar nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðastliðin þrjú ár. Það er frítt inn á sýninguna sem stendur til 29. maí. Sýningastjórar eru Arnar Ásgeirsson (myndlist), Rúna Thors (vöruhönnun), Þórunn María Jónsdóttir (fatahönnun), Adam Flint (grafísk hönnun), Dagur Eggertsson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir (arkitektúr). Sýningin er stórgóð, vel upp sett, vel þess virði að gefa sér tíma til að spá og sjá hvað kynslóðin sem tekur við er að pæla. 

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, við Tryggvagötu
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.
Rafall / Dynamo, Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 24/05/2023 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

 

 

 

 

 

 

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0