Ísland hið nýja

Árþúsundamót – Öll veröldin býr sig undir nýja heimsskipan. Um það fjallar þessi bók frá mörgum sjónarhornum.

Á 20. öld unnu Íslendingar marga sigra; öðluðust sjálfstæði og komust til efna, menntunar og tækniþekkingar. Stærsta “land-námið” var útvíkkun landhelginnar – nýtt þjóðinni til velmegunar og lífríki hafsins verndað, án þess að ganga á höfuðstóla þess.

Á 21. öldinni verður nýtt landnám Íslendinga inn á við – inn til landsins, til hins víðfeðma Miðhálendis sem getur tryggt þjóðinni meiri hagsæld en nokkru sinni, sé skipulagt haldið á hlutunum. Íslendingar þurfa að nýta hinar gífurlegu auðlindir háhitasvæða og vatnsfalla en jafnframt vernda náttúrufegurð landsins. Til þess að það geti farið saman þarf heildarstjórnun – allsherjar skipulag sem tekur jafnt og hófsamlegt tillit til beggja þátta. Um þessi framtíðar viðfangsefni fjallar þessi víðfeðma skipulagsbók Trausta Valssonar og Birgis Jónssonar. Hún varar sérstaklega við alvarlegum mistökum sem nú eru að gerast í lagasetningu og stjórnun. Með vanhugsun og ofverndun er verið að hamla nýtingu á þessu framtíðarlandi Íslands.

 – aðgengilegt efni til niðurhals 

RELATED BOOKS