Ísland er öruggt land, morðtíðni hefur verið mjög lág, en það eru breytingar, frá 2016, síðustu tíu ár hefur morðtíðni aukist, frá tveimur morðum á ári, að meðaltali, í tæp fjögur. Síðasta ár, 2024 sló öll met, þegar átta morð voru framin. Af tvö hundruð ríkum veraldar er um fjórðungur með lægri morðtíðni en á Íslandi, sem er 0,7 á hverja hundrað þúsund íbúa. Af Norðurlandaþjóðunum er Finnland lægri, og Svíar hæstir með 1.1 sem er nokkuð gott miðað við fréttir. Grænland er hæst Norðurlandanna, með rúmlega sex morð á hverja 100 þúsund íbúa, svipað hlutfall og í Bandaríkjunum. Eyjarnar í Karabískahafinu skera sig úr, með hátt í áttatíu morð á hverja 100 þúsund íbúa. Af öðrum löndum, sem við þekkjum er Ekvador og Suður-Afríka hæst, með rúmlega 45 morð á hverja 100 þúsund íbúa, sem væru tæplega 200 morð á ári í okkar litla lýðveldi. Af stærri ríkjum heimsins er Japan með lang lægstu morðtíðnina, eða 0,2 á hverja 100 þúsund. Síðan koma, Suður-Kórea, Kína og Sviss. Björn Pétursson (1555-1596) eða Axlar-Björn, frá Öxl undir Jökli, er eini raðmorðingi Íslandssögunnar, en þegar hann náðist og var dæmdur til dauða hafði hann myrt 18 einstaklinga. Á Íslandi, er refsing fyrir morð 16 ár.
Morðtíðni hefur aukist, en þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung frá aldamótum
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 12/03/2025 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z,