Dómarar uppi, fangar niðri
Eitt af merkilegri húsum í Reykjavík er fangelsið, Hegningarhúsið á Skólavörðustíg 9. Þetta stóra hús, var byggt á rúmu hálfu ári, árið 1872, eftir teikningu C.Klentz sem hafði byggt og teiknað Íþöku bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík 1866. Í húsinu voru fangaklefar á neðri hæð, en á efri hæðinni var Landsréttur fram til 1919, þegar Hæstiréttur tók við hlutverki hans og var til húsa í Hegningarhúsinu til ársins 1947. Bæjarstjórn Reykjavíkur fundaði í húsinu til 1903. Hegningarhúsið var nýtt sem fangelsi í 144 ár, frá 1872 til ársins 2016. Minjavernd og íslenska ríkið gera með sér samkomulag 2017 og aftur 2020 um viðgerðir og endurnýjun hússins. Þær standa enn yfir. Ekki er enn ákveðið hvaða starfsemi verði í húsinu í framtíðinni, þessu sögufræga húsi sem stendur á besta stað í höfuðstaðnum, þegar viðgerðunum loksins líkur.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
22/03/2023 : A7C, RX1RII : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z