Ef þú hefur góðan tíma aflögu, vilt drepa tímann á góðan hátt, áttu að skreppa niður á Listasafn Reykjavíkur / Hafnarhús er þar er verið að sýna Myndbandsverkið Heimsljós – líf og dauði listamanns í leikstjórnRagnars Kjartanssonar á fjórum skjáum. Lengd verksins er 20 klukkustundir, 45 mín og 22 sek. Verkið er unnið upp úr skáldsögu Halldórs Laxness, Heimsljós (1937-1940), eftir handriti Halldórs Halldórssonar, Ragnars Helga Ólafssonar og Ragnars Kjartanssonar. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Hin sýningin sem Icelandic Times / Land & Saga heimsótti í Hafnarhúsinu er ekki síðri; List er okkar eina von!. Sýningin státar af nýjum aðföngum Listasafns Reykjavíkur eftir núlifandi konur. Hér eru verk kvenna á öllum aldri, unnar á alla hugsanlega miðla… skemmtileg samsýning í sýningarstjórn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 19/03/2025 : A7C R, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G