Eldgosið Eyjafjallajökli 2010

[eiːjaˌfjatl̥aˌjœːkʏtl̥]

Eldgosið í Eyjafjallajökli olli straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu. Gosið sem stóð í fimm vikur frá 14. apríl 2010 kom okkur á kortið. Ísland varð heitt. Árið fyrir gos komu hingað rúmlega 400 þúsund erlendir ferðamenn. Á síðasta ári voru þeir 2.3 milljónir, tæplega tveggja milljóna manna fjölgun. Hér lítum við til baka á eldgosið fyrir fjórtán árum, í þessu eldfjalli, Eyjafjallajökli sem er 1.666 metra hár og hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst 920, síðan 1612, 1821 og síðast árið 2010. [eiːjaˌfjatl̥aˌjœːkʏtl̥] eins og hann er borinn fram. Eldfjallið er staðsett syðst á suðurlandi, nær áfastur Mýrdalsjökli sem liggur austan við Fimmvörðuháls. Undir honum er svo Katla, eldfjallið sem allir bíða eftir að byrji að gjósa. Stóru gosi.

Eldgosið Eyjafjallajökli 2010
Eldgosið Eyjafjallajökli 2010
Eldgosið Eyjafjallajökli 2010
Eldgosið Eyjafjallajökli 2010
Eldgosið Eyjafjallajökli 2010
Eldgosið Eyjafjallajökli 2010

Eyjafjallajökull 10/07/2024 : GX680III, CW503, SWC905
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0