Eldborgarhraun, Eldborg í bakgrunni

Eldborg í Eldborgarhrauni

Í hálftíma akstursfjarlægð (40 km / 24 mi) norðan við Borgarnes er einn fallegasti gjallgígur landsins, Eldborg, sem rís rúmlega 60 metra upp úr kjarrivöxnu Eldborgarhrauni. Eldborg myndaðist í gosi fyrir um 5000 árum, en talið er að lítið gos hafi verið á svæðinu rétt í þann mund sem land byggist. Eldborgarhraun þekur 30 ferkílómetra, stærst allra hrauna í Hnappadal. Auðveld, falleg, klukkutíma gönguleið er frá bænum Snorrastöðum í Hnappadal í gegnum kjarrivaxið hraun á topp Eldborgar. Þaðan er fallegt útsýni vestur á Snæfellsjökul og um allt Borgarfjarðarhérað, suður að Akrafjalli við Akranes. Eldborg var friðlýst árið fyrir hálfri öld, árið 1974.

Vetrarmorgun við Eldborg, Snæfellsjökull lengst til vinstri
Snæfellsjökull, Eldborg í forgrunni
Sumarnótt í Hnappadal
Glittir í Eldborg, þar sem horft er yfir Haffjarðará, í Hnappadal
Horft niður í gíg Eldborgar
Eldborgarhraun

Eldborg 20/06/2024 : A7R III, A7R IV, RX1R II, GX617 – FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0