Eyin há hans Péturs

Péturey stendur, ein hömrum girt á sléttunni miðja vegu milli Víkur og Skógafoss, sunnan og austan við Eyjafjallajökul, vestan við Dyrhólaey. Grösugt og margbýlt er hringinn í kringum eyjuna, sem hét fyrr á öldum, Eyin há. Frá tólftuöld stóð kirkja undir fjallinu, sem helguð var Pétri postula. Nafn hins helga postula festist með tíð og tíma við eyjuna, sem heitir nú Pétursey. Góð og merkt gönguleið er upp á Pétursey frá bænum Sindravöllum. Gott útsýni er frá Pétursey eftir suðurströndinni til suðurs, og til Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls í norðri. Hringvegur 1, liggur við Pétursey, og er um tveggja tíma akstur frá Reykjavík austur í Pétursey, sem samkvæmt fornum sögum, er vel byggð af huldufólki og álfum. 

Vetrarstormur yfir Péturey 
Pétursey fyrir miðju séð af Hringvegi 1, Dyrhólaey fjær
Péturey fyrir miðri mynd, Eyjafjallajökull í bakgrunni, frá Dyrhólaey
Pétursey í vetrarbúningi
Pétursey til hægri, Dyrhólaey fjær, séð frá Skógasandi
Álfhólinn, Eyjahóll undir Péturey 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Vestur-Skaftafellssýsla 14/04/2025 – RX1R II, A7R III :  FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM