Tærir lækir koma undan Gráhrauni og mynda fallegu fossaröðina Hraunfossa.

Fallegir fossar falla í Hvítá

Hraunfossar er samheiti á ótal tærum lækjum sem koma undan Gráhrauni og falla í Hvítá í Borgarfirði. Vatnið kemur fram undan hraunjaðrinum á um 1 km löngum kafla í ótal bunum og fossum. Rétt austan við Hraunfossa er síðan Barnafoss í Hvítá, þekktur fyrir að renna undir steinboga í miklum krafti í þrengingum. Svæðið í kringum fossana var friðlýst árið 1987. Frá Hraunfossum er stutt í ferðamannastaðinn Húsafell, og í höfuðbólið Reykholt, einn merkasta sögustað Íslands. En þar bjó höfuðskáldið Snorri Sturluson þangað til hann var vegin þar haustið 1241. Hann var höfundur, Heimskringlu og Snorra-Eddu, lykilbóka íslenskrar menningar- og bókmenntasögu.

Borgarfjarðarsýsla 12/08/2021  12:35 : A7RIII 2.8/100mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0