Esja er fjall okkar Reykvíkinga. Fjallið stendur á Kjararnesi, rétt norðan við höfuðborgina og er eitt af einkennum, kennileitum höfuðborgarinnar þar sem hún rís 914m / 2999 ft milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar, og skýlir höfuðborgarsvæðinu fyrir kaldri norðanáttinni. Esja er syðsta blágrýtisfjall Íslands, og vinsælt til útivistar og fjallgagna, en fjölmargar gönguleiðir eru upp á fjallið. Sú vinsælasta er við skógræktina við Mógilsá, í botni Kollafjarðar. En þagað kom einmitt írsk kona að nafni Esja,ef til vill til að hitta landnámsmanninn Örlyg Hrappsson frá Suðureyjum sem nú tilheyra Skotlandi, en hann bjó á landnámsjörðinni Esjubergi. Í dag bera 19 konur nafnið Esja sem fyrsta eiginnafn, samkvæmt Þjóðskrá. Hætta er á snjóflóðum í fjallinu, en 4 hafa látist í fjallinu á síðustu 4. áratugum, síðast 2020. Stærsti hluti Esjunnar tilheyrir Reykjavíkurborg.
Kópavogur / Reykjavík 19/02/2022 12:06 – 13:00 : A7R III / A7R IV : FE 1.8/135mm GM – FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson